Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þau fn
 
framburður
 beyging
 form: hvorugkyn fleirtala
 1
 
 (3. persóna) karlar og konur (eða karl- og kvenkyns verur) sem rætt er um eða vísað til
 dæmi: Sigrún og Sveinn koma á morgun og þau fara aftur heim á sunnudaginn
 dæmi: hjónin misstu af veislunni og þeim fannst það mjög leiðinlegt
 hann
 hún
 2
 
 (3. persóna) vísar til nafnorðs (eða nafnliðar) í hvorugkyni fleirtölu
 dæmi: blómin eru falleg og þau ilma dásamlega
 dæmi: stóru borðin voru svo þung að við gátum varla loftað þeim
 það
 3
 
 ábendingarfornafn; með fallorði í hvorugkyni fleirtölu eða eitt sér, oft með aukasetningu
 dæmi: þau ykkar sem eru búin með verkefnið mega fara heim núna
 dæmi: við finnum leið til að leysa þau vandamál sem koma upp
 dæmi: það gerðist margt á þeim 5 árum sem þú varst í útlöndum
 
 4
 
 ákvæðisorð með fleirtölunafnorði eða samsettum nafnlið sem vísar til karla og kvenna
 dæmi: þau systkinin voru öll heima um jólin
 dæmi: við buðum þeim Jóni og Guðrúnu í mat um helgina
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík