Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

þakka so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 1
 
 láta í ljós, bera upp þakkir (við e-n)
 dæmi: ég þakkaði honum upplýsingarnar
 dæmi: frambjóðandinn þakkaði mönnum stuðninginn
 þakka þér fyrir
 þakka þér fyrir <gjöfina>
 þakka fyrir sig
 
 þakka fyrir mat eða aðrar veitingar
 ekkert að þakka
 
 dæmi: takk fyrir hjálpina - ekkert að þakka
 2
 
 vera (e-m/e-u) þakklátur
 dæmi: ég þakka kennaranum það að drengurinn náði prófinu
 dæmi: hann þakkar snarræði hennar að ekki fór verr
 dæmi: þú mátt þakka fyrir að bíllinn er óskemmdur
 svo var <hlýju fötunum> fyrir að þakka <að hann dó ekki úr kulda>
 þakka guði/sínum sæla fyrir <þetta>
 
 vera feginn, þakklátur fyrir þetta
 <þetta> er <þér> að þakka
 
 dæmi: það er honum að þakka að hún lauk náminu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík