Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ýta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 færa (e-ð) til með útréttum höndum
 dæmi: hann ýtti mér út úr dyrunum
 dæmi: okkur tókst að ýta bílnum úr skaflinum
 dæmi: geturðu ýtt á takkann?
 dæmi: þeir ýttu bátnum frá landi
 ýta á <hana>
 
 beita hana þrýstingi
 dæmi: sölumenn ýta á fólk að kaupa
 ýta á eftir <henni>
 
 reka á eftir henni
 dæmi: kennarinn ýtti á eftir nemendum að skila verkefnum
 ýta undir <óánægjuna>
 
 auka á óánægjuna
 dæmi: laxeldi ýtir undir fiskneyslu
 ýta úr vör
 
 ýta (bát) frá landi
 dæmi: þeir ýttu úr vör í dögun
 ýta við <honum>
 
 beita hann þrýstingi, reka á eftir honum
 dæmi: það þarf að ýta við honum að fara til tannlæknis
  
orðasambönd:
 ýta <fyrirtækinu> úr vör
 
 hefja það, byrja starfsemi þess
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík