Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

ýmis fn info
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 1
 
 hliðstætt
 breytilegur, margs konar, mismunandi, þessi og hinn
 dæmi: ýmis upplifun fylgir sjóferðum
 dæmi: hann velti fyrir sér hinum ýmsu möguleikum
 dæmi: ýmis lyf geta komið að gagni
 2
 
 sérstætt
 form: karlkyn
 þessi og hinn
 dæmi: ýmsir hafa sagt álit sitt
 dæmi: hún talaði við ýmsa í samkvæminu
 að ýmsu leyti
 <leikföng> af ýmsu tagi
 vera ýmsu vanur
 ýmiss konar <tónlist>
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Orðið <i>ýmis</i> er að uppruna fornafn og því er ekki talið æskilegt að segja „hinir ýmsu menn“ enda er <i>ýmis</i> þá sett í stöðu lýsingarorðs. Fremur: <i>ýmsir menn, alls konar fólk, mismunandi aðilar</i> o.s.frv.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík