Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

yfirborð no hk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: yfir-borð
 1
 
 ysta eða efsta lag e-s
 dæmi: yfirborð vegarins er óslétt
 dæmi: loftbólur stigu upp á yfirborðið
 dæmi: fiskarnir synda nálægt yfirborðinu
 yfirborð jarðar
 
 dæmi: hann virtist vera horfinn af yfirborði jarðar
 2
 
 e-ð sem er sýnilegt, sýnilegur hluti e-s
 dæmi: hann var hrjúfur á yfirborðinu
 dæmi: á yfirborðinu var allt í lagi í hjónabandinu
 <fordómar> koma upp á yfirborðið
 
 fordómar koma í ljós
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík