Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vöxtur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að maður, dýr eða planta stækkar
 dæmi: það er góður vöxtur í tómatplöntunni
 vera <hár; lítill> vexti
 2
 
 aukning eða stækkun e-s, útþensla
 dæmi: aukin umferð fylgdi vexti borgarinnar
 3
 
 aukið vatnsmagn í læk eða á
 <áin> er í vexti
  
orðasambönd:
 svo er mál með vexti að <hún er ágætt skáld>
 
 þannig er að hún er gott skáld
 <flíkin> er við vöxt
 
 flíkin er vel stór
 <safnið> er mikið að vöxtum
 
 safnið er mjög stórt
 <íþróttaiðkun> færist í vöxt
 
 íþróttaiðkun verður algengari, útbreiddari
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík