Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 bak no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 afturhliðin á búk manns eða dýrs
 2
 
 stólbak
 3
 
 hestbak
 fara af baki
 fara á bak
  
orðasambönd:
 brenna allar brýr að baki sér
 
 útiloka að maður geti snúið aftur
 brjóta <alla andstöðu> á bak aftur
 
 sigrast á ...
 eiga hönk upp í bakið á <honum>
 
 eiga inni hjá honum greiða
 ganga á bak orða sinna
 
 standa ekki við það sem maður hefur sagt
 hvað býr að baki?
 
 hver er hin raunverulega ástæða?
 koma í bakið á <honum>
 
 koma honum óþægilega á óvart
 sá er ekki af baki dottinn
 
 hann er aldeilis ekki búinn að gefast upp
 sjá á bak <reyndu starfsfólki>
 
 missa reynt starfsfólk
 snúa baki við <honum>
 
 segja skilið við hann
 standa <honum> að baki
 
 vera ekki eins góður í einhverju og hann
 styðja við bakið á <honum>
 
 sýna honum stuðning
 vera á bak og burt
 
 vera farinn á braut
 vera ekki af baki dottinn
 
 vera ekki búinn að gefast upp
 vera með <heimilisstörfin> á bakinu
 
 hafa þau í sínum verkahring
 þetta kemur í bakið á <manni>
 
 þetta hefnir sín á manni
 <öll sorg> er á bak og burt
 
 öll sorg er alveg horfin
 <landsmenn> snúa bökum saman
 
 landsmenn sýna mikla samstöðu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík