Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vægur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 án öfga, hófstilltur
 dæmi: steikið fiskinn við vægan hita
 dæmi: veitingar verða seldar á vægu verði
 dæmi: spáð er vægu frosti
 2
 
 án harðneskju, mildur, miskunnsamur
 dæmi: skólastjórinn er of vægur við erfiða nemendur
 dæmi: glæpamaðurinn getur ekki búist við að fá vægan dóm
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík