Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

votta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 staðfesta (e-ð) með undirskrift eða munnlega
 dæmi: hún vottaði sakleysi mannsins fyrir rétti
 dæmi: nú á bara eftir að votta kaupsamninginn
 2
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 láta (e-ð) í ljós
 dæmi: hún vottaði honum samúð sína
 dæmi: bæjarbúar vottuðu skáldinu virðingu sína með því að reisa styttu
 3
 
 það vottar fyrir <vonbrigðum> <í rödd hennar>
 
 það eru dálítil vonbrigði í rödd hennar
 dæmi: í svip hans vottaði ekki fyrir gamansemi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík