Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vísa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 benda eða beina (e-m) eitthvert
 dæmi: hann vísaði henni á bankann
 dæmi: geturðu vísað mér á eitthvert hótel?
 dæmi: læknirinn vísaði henni inn
 vísa <knattspyrnumanni> af leikvelli
 
 fyrirskipa að hann yfirgefi völlinn vegna slæmrar framkomu
 vísa <þessu> á bug
 
 hafna þessu
 dæmi: hann vísar því algerlega á bug að hann hafi þegið mútur
 vísa <honum> á dyr
 
 reka hann út
 vísa <þessu> frá
 
 taka þetta ekki með, útiloka það
 dæmi: málinu var vísað frá réttinum
 dæmi: henni var vísað frá vegna ölvunar
 vísa <honum> til sætis
 
 sýna honum hvar hann á að sitja
 vísa <henni> til vegar
 vísa <henni> úr skóla
 
 reka hana úr skóla
 vísa <mér> veginn
 
 dæmi: umferðarskiltin vísuðu honum veginn
 2
 
 benda á stað í riti (til að styðja mál sitt)
 vísa í heimildir
 vísa í <lögin>
 vísa til <reglugerðar>
 
 dæmi: hér er vísað til greinargerðar skólastjóra
 vísa máli til hæstaréttar
 
 skjóta málinu þangað
 vísast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík