Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 vit no hk
 
framburður
 beyging
 skynsemi, hyggindi
  
orðasambönd:
 hafa allt sitt vit úr <bókinni>
 
 hafa allan sinn fróðleik, sína þekkingu úr bókinni
 hafa (ekki) vit á <viðskiptum>
 
 hafa ekki skilning á, vita ekkert um viðskipti
 hafa vit fyrir <honum>
 
 fá hann til að haga sér skynsamlega
 koma vitinu fyrir <hana>
 
 láta hana sjá skynsemina, haga sér skynsamlega
 missa vitið
 
 geðbilast
 stíga ekki í vitið
 
 vera heimskur
 vera genginn af vitinu
 
 vera orðinn geðbilaður
 vera kominn til vits og ára
 
 vera kominn af æskuskeiði, orðinn þroskaður
 vera (vel) viti borinn
 
 vera gáfaður, skynsamur
 vera viti sínu fjær
 
 vera í miklu uppnámi (af reiði, kvölum, áhyggjum, stressi...)
 vita sínu viti
 
 hafa ákveðna skynsemi til að bera
 dæmi: þótt kýrnar séu kannski ekki gáfaðar vita þær sínu viti
 það er ekki/ekkert vit í <þessu>
 
 þetta er vitlaust, gagnslaust
 <þetta borgar sig ekki> að <mínu> viti
 
 þetta borgar sig ekki að mínu mati
 <ákvörðunin dróst> von úr viti
 
 ákvörðunin dróst mjög lengi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík