Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vindur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 hreyfing loftsins í veðrahvolfinu í ákveðna átt
 dæmi: kaldur vindur blés úr norðri
 dæmi: vindurinn feykti til laufblöðunum
 dæmi: hann sneri skipinu upp í vindinn
 það hreyfir ekki vind
 2
 
 loft í innyflum
 leysa vind
 
 prumpa
  
orðasambönd:
 fá vind í seglin
 
 njóta velgengni
 haga seglum eftir vindi
 
 hagnýta sér aðstæður
 hafa vindinn í fangið
 
 mæta erfiðleikum
 láta <orð hans> sem vind um eyru/eyrun þjóta
 
 taka ekki mark á orðum hans
 það er allur vindur úr <honum>
 
 hann er ekki lengur fullur af krafti
 það er vindur í <henni>
 
 hún er full yfirlætis, montin
 <laufið> fýkur út í veður og vind
 
 laufið fýkur út um allt (og hverfur)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík