Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vinda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 kreista vatn (úr e-u) með snúningshreyfingu
 dæmi: þvottavélin vindur tauið vel
 dæmi: hann vatt handklæðið sitt
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 snúa bandi (utan um e-ð)
 dæmi: getur þú undið bandið í hnykil fyrir mig?
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 vinda upp segl
 
 draga upp segl
 dæmi: skipverjar undu upp öll segl
 4
 
 fallstjórn: þágufall
 vinda sér að <honum>
 
 snúa sér snögglega að honum
 dæmi: hann vatt sér að henni og ávarpaði hana
 vinda sér í <þetta>
 
 taka strax til við þetta
 dæmi: ég ætla að vinda mér í að fylla út umsóknina
 5
 
 frumlag: þágufall
 <þessu> vindur fram
 
 þetta á sér stað, gerist, líður áfram
 dæmi: nemendur fá erfiðari verkefni eftir því sem náminu vindur fram
  
orðasambönd:
 vinda bráðan bug að því að <halda fund>
 
 drífa í því að halda fund
 undinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík