Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

viðurkenning no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: viður-kenning
 1
 
 það að játa e-ð, viðurkenna e-ð
 dæmi: hún túlkaði þögn hans sem viðurkenningu á sektinni
 2
 
 opinber ummæli þess efnis að e-ð sé tekið til greina, almennt samþykki
 dæmi: þau þurftu að berjast fyrir viðurkenningu á kynhneigð sinni
 3
 
 verðlaun, oft í formi skjals, fyrir góðan árangur í e-u
 dæmi: myndin hlaut viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni
 4
 
 staðfesting þess að einhver hafi staðið sig vel
 dæmi: hún þráði ást og viðurkenningu
 dæmi: hann vann þar í þrjátíu ár án þess að fá nokkra viðurkenningu
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>viðurkenning</i> er <i>viðurkenningar</i> en ekki „viðurkenningu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>viðurkenningarinnar</i> en ekki „viðurkenningunnar“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík