Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

verk no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 e-ð sem unnið er eða framkvæmt, viðfangsefni, iðja
 ganga hreint til verks
 
 vera hreinskilinn í samskiptum
 í verki
 
 með beinum aðgerðum
 dæmi: verður eitthvað úr loforði hans í verki?
 koma sér að verki
 
 byrja að vinna
 koma <litlu> í verk
 
 afkasta litlu, koma ekki miklu í framkvæmd
 kunna (vel) til verka
 
 vera fær í tilteknum störfum
 láta verkin tala
 
 framkvæma hlutina en tala ekki bara um þá
 segja <honum> fyrir verkum
 
 skipa honum fyrir
 standa <hana> að verki
 
 koma að henni við að gera eitthvað
 vera í verki með <honum>
 
 vinna með honum
 <honum> fellur <aldrei> verk úr hendi
 
 hann er sívinnandi
 <þau> skipta með sér verkum
 
 þau skipta vinnunni á milli sín
 <honum> verður <ekkert> úr verki
 
 vinnuframlag hans er ekki mikið
 2
 
 það sem skapað er, t.d. bók, málverk
 dæmi: höfundurinn les úr verkum sínum í kvöld
 3
 
 búnaður, einkum í klukku, gangverk
  
orðasambönd:
 taka viljann fyrir verkið
 
 sagt til afsökunar (eða af hógværð) þegar viðleitni ber (kannski) ekki ríkan árangur
 dæmi: vísan er ekki vel ort en menn eru beðnir að taka viljann fyrir verkið
 <þetta> gerir það að verkum að <fluginu seinkar>
 
 þetta orsakar það, veldur því að fluginu seinkar
 dæmi: lofthjúpur jarðar gerir það að verkum að himinninn er blár
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík