Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

verða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 (í nútíð) sem framtíð af 'vera'
 dæmi: ballið verður á morgun
 dæmi: fyrirlesturinn verður fluttur seinna
 2
 
 fara í e-t ástand, gerast
 dæmi: hún varð mjög reið
 dæmi: þeir urðu blautir í rigningunni
 dæmi: hún varð ekkja fyrir 10 árum
 dæmi: hann yrði glaður ef hann fengi frídag
 dæmi: ég hef aldrei orðið jafn hissa
 <mér> verður <kalt>
 
 frumlag: þágufall
 dæmi: henni var orðið heitt þarna inni
 <mér> verður illt
 
 frumlag: þágufall
 dæmi: honum verður illt af áfengi
 3
 
 gera (e-ð) í lífinu
 dæmi: hann ákvað ungur að verða prestur
 4
 
 sem háttarsögn (með 'að' og nafnhætti), táknar nauðsyn, þörf, skyldu, kvöð
 dæmi: ég verð að heimsækja hana
 dæmi: það verður að gera við þakið
 dæmi: þau urðu að bíða í fjóra tíma
 5
 
 verða + að
 
 verða að <þessu>
 
 breytast í þetta
 dæmi: áin verður að stórfljóti í miklum rigningum
 verða að engu
 
 dæmi: draumar hans urðu að engu
 6
 
 verða + af
 
 verða af <tónleikunum>
 
 missa af tónleikunum
 það verður ekkert af <skemmtuninni>
 
 skemmtunin verður ekki haldin
 dæmi: það varð ekki af því að þau færu til Spánar
 láta verða af <þessu>
 
 framkvæma þetta, gera alvöru úr þessu
 <mér> verður meint af <matnum>
 
 ég skaðast af matnum, verður illt af honum
 7
 
 verða + á
 
 <mér> verður <þetta> á
 
 ég geri þetta óvart, fyrir mistök
 dæmi: honum varð á að banka á ranga hurð
 dæmi: mér urðu á mistök
 8
 
 verða + eftir
 
 verða eftir
 
 vera á sama stað, fara ekki neitt
 dæmi: bakpokinn hans varð eftir í lestinni
 dæmi: ég ákvað að verða eftir þegar hinir fóru í gönguferð
 9
 
 verða + fyrir
 
 verða fyrir bíl
 
 fá á sig bíl (um óvarinn mann eða dýr)
 verða fyrir <tjóni>
 
 fá tjón, hljóta tjón
 dæmi: hann varð fyrir þungu áfalli
 10
 
 verða + ofan á
 
 <tillagan> verður ofan á
 
 tillagan er samþykkt, ákveðin, hún sigrar
 11
 
 verða + til
 
 a
 
 <lagið> verður til
 
 lagið fær tilveru, lagið er skapað
 dæmi: málverkið varð til á þremur mánuðum
 dæmi: hvernig varð jörðin til?
 b
 
 <þetta> verður til þess
 
 þetta hefur þær afleiðingar
 dæmi: slysið varð til þess að hún hætti að vinna
 c
 
 verða til
 
 gamalt
 verða úti, deyja úr kulda og þreyta
 12
 
 verða + um
 
 a
 
 <mér> varð mikið um
 
 ég verð fyrir miklum áhrifum, mér bregður mjög
 dæmi: henni varð mikið um þessar fréttir
 b
 
 hvað verður um <börnin>?
 
 hver verða afdrif barnanna, hvað kemur fyrir þau?
 dæmi: hvað varð um húsið þegar þau dóu?
 13
 
 verða + undir
 
 a
 
 verða undir
 
 mega sín minna, tapa
 dæmi: þessi tegund verður oftast undir í baráttunni um ætið
 b
 
 verða undir <bíl>
 
 lenda undir bíl í slysi
 14
 
 verða + úr
 
 a
 
 <þetta> varð úr
 
 niðurstaðan varð þessi
 b
 
 það varð <lítið> úr <rigningunni>
 
 það varð minni rigning er búist var við
 það verður <lítið> úr <peningunum>
 
 peningarnir endast illa eða eyðast hratt
 c
 
 það verður <eitthvað> úr <henni>
 
 hún á eftir að verða merk eða mikilvæg
 dæmi: það verður ekkert úr honum ef hann heldur áfram að slarka
 15
 
 verða + úti
 
 a
 
 verða úti
 
 deyja úti úr kulda
 dæmi: hann varð úti í óveðri á fjöllum
 b
 
 <skógurinn> verður illa úti
 
 skógurinn skemmist mikið
 dæmi: borgin varð illa úti í jarðskjálftanum
 b
 
 verða sér úti um <bensín>
 
 útvega sér bensín, finna sér til bensín
 dæmi: þeir urðu sér úti um lítinn árabát
 16
 
 verða + við
 
 verða við <beiðninni>
 
 uppfylla beiðnina, fara að beiðninni
 dæmi: borgaryfirvöld ætla að verða við ósk íbúanna
 verðandi
 orðinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík