Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vera so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 táknar grunnstaðreynd eða tilvist
 dæmi: snjórinn er kaldur
 dæmi: veðrið var gott
 2
 
 hafa vissa staðsetningu
 dæmi: jökullinn er á Vesturlandi
 dæmi: lykillinn var í skúffunni
 dæmi: bollinn er á borðinu
 3
 
 vera einhvers staðar um kyrrt, dvelja
 dæmi: hann fékk að vera í tvær nætur
 dæmi: við ákváðum að vera þar lengur
 4
 
 hjálparsögn, táknar dvalarhorf
 dæmi: hann er að raka sig
 dæmi: hún var að horfa á sjónvarpið þegar ég kom heim
 5
 
 hjálparsögn í þolmynd og til að tákna lokið horf
 dæmi: fjórir starfsmenn voru ráðnir
 dæmi: báturinn er farinn
 6
 
 láta <hana> vera
 
 leyfa henni að fá frið
 dæmi: láttu mig vera, ég er að lesa
 7
 
 vera búinn að vera
 
 a
 
 vera kominn í þrot, eiga enga von
 dæmi: þessi stjórnmálaflokkur er búinn að vera
 dæmi: fótboltakappinn er alveg búinn að vera
 b
 
 vera mjög þreyttur
 dæmi: við vorum búnar að vera eftir daginn
 8
 
 vera + að
 
 vera <vel> að sér
 
 vera fróður, hafa <mikla> þekkingu
 dæmi: þú ert vel að þér um fugla
 vera alltaf að
 
 vera sífellt að gera e-ð
 dæmi: þessi höfundur tekur sér aldrei frí, hann er alltaf að
 9
 
 vera + á
 
 vera á <þessu>
 
 vera þessarar skoðunar
 dæmi: ég er á því að auka þurfi stærðfræðikennslu
 dæmi: hann er á því að hún sé besta söngkona landsins
 10
 
 vera + á eftir
 
 vera á eftir
 
 vera ekki jafnfætis öðrum í tíma eða rúmi
 dæmi: hún var ári á eftir í skóla
 vera á eftir <honum>
 
 elta hann
 dæmi: hundurinn var enn á eftir henni
 11
 
 vera + á móti
 
 vera á móti <þessu>
 
 vera andsnúinn þessu
 12
 
 vera + eftir
 
 <hálft brauðið> er eftir
 
 hálft brauðið er óklárað
 dæmi: veislan stóð þar til ekkert var eftir
 13
 
 vera + frá
 
 vera frá sér
 
 vera galinn, bilaður
 dæmi: ætlarðu upp á þak, ertu alveg frá þér?
 vera frá í <bakinu>
 
 vera kvalinn í bakinu
 vera ekki frá því
 
 hafa sterkan grun um það, halda það en þó með fyrirvara
 dæmi: ég er ekki frá því að við höfum sést áður
 14
 
 vera + hjá
 
 vera hjá <lækni>
 
 vera í meðferð hjá lækni
 dæmi: hann hefur verið hjá sálfræðingi í tvö ár
 15
 
 vera + inni í
 
 vera inni í <málinu>
 
 vita eitthvað um málið, hafa sett sig inn í málið
 16
 
 vera + í
 
 vera í <regnkápu>
 
 vera klæddur regnkápu
 dæmi: hann var í svörtum skóm
 vera í <ensku> <tvisvar í viku>
 
 vera í enskutíma tvisvar í viku
 vera í <námi>
 
 stunda nám
 dæmi: hún er í lögfræði í háskólanum
 vera í <fótbolta>
 
 a
 
 vera að spila fótbolta
 dæmi: krakkarnir voru í badminton úti í garði
 b
 
 iðka fótbolta
 dæmi: hann er í karate á mánudögum
 vera í <vondum> félagsskap
 
 umgangast óæskilegt fólk
 vera í <dópi>
 
 neyta eiturlyfja að staðaldri
 vera í því
 
 vera drukkinn
 17
 
 vera + með
 
 vera með <eldspýtur>
 
 hafa á sér eldspýtur
 vera með <mislinga>
 
 vera veikur af mislingum
 vera með <góðar einkunnir>
 
 hafa góðar einkunnir
 vera með <dónaskap>
 
 viðhafa dónaskap
 dæmi: hún var með eintóma útúrsnúninga við mig
 vera með <honum>
 
 vera í ástarsambandi við hann
 dæmi: hún er með strák úr eldri bekk
 18
 
 vera + til
 
 vera til
 
 a
 
 hafa tilveru, finnast
 dæmi: er jólasveinninn kannski ekki til?
 b
 
 vera tilbúinn
 dæmi: ég er til, við skulum fara
 vera til í <þetta>
 
 vera fús, reiðubúinn til þessa
 dæmi: hún var ekki til í að greiða reikninginn fyrir alla
 19
 
 vera + um
 
 það er mikið um að vera
 
 það er mikið að gerast, mikið gengur á
 dæmi: það var mikið um að vera í borginni á kosningadaginn
 <mér> er ekki/ekkert um <þetta>
 
 frumlag: þágufall
 mér líkar þetta ekki
 dæmi: mér er ekki um að hún róti í skúffunum hjá mér
 20
 
 vera + uppi
 
 vera uppi <á 18. öld>
 
 vera til, lifa á 18. öld
 dæmi: skáldið var uppi löngu fyrir okkar tíð
 21
 
 vera + út úr
 
 vera út úr
 
 vera afskekktur
 dæmi: húsið er dálítið út úr þarna uppi á hæðinni
 vera út úr drukkinn
 
 vera mjög drukkinn
 <þetta> er út úr kortinu
 
 þetta er fáránlegt
 <þetta> er út úr myndinni
 
 þetta kemur ekki lengur til greina
 22
 
 vera + við
 
 vera við
 
 vera á staðnum, til viðtals
 dæmi: læknirinn var ekki við þegar ég hringdi
 23
 
 vera + yfir
 
 vera yfir <stofnuninni>
 
 vera yfirmaður þar
 dæmi: hver er yfir þessari deild fyrirtækisins?
  
orðasambönd:
 er á meðan er
 
 svona er þetta þangað til annað kemur í ljós
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík