Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vekja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 láta (e-n) vakna, láta (e-n) hætta að sofa
 dæmi: vektu mig klukkan 8
 dæmi: hún gat ekki vakið hann
 vekja <hana> upp
 
 dæmi: hann var vakinn upp um miðja nótt
 vekja upp draug
 
 láta dauðan mann ganga aftur
 2
 
 koma (e-u) af stað, kveikja (e-ð), valda (e-u)
 dæmi: ummæli ráðherrans vöktu hörð viðbrögð
 dæmi: tískusýningin hefur vakið mikla athygli
 dæmi: blátt hár vekur ávallt furðu
 dæmi: orð hennar vöktu hlátur
 dæmi: skelfiskur vekur ofnæmisviðbrögð hjá sumum
 vekja upp <umræður>
 vekjandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík