Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

veður no hk
 
framburður
 beyging
 aðstæður í loftinu hvað varðar hitastig, úrkomu og vind
 dæmi: hvernig er veðrið?
 dæmi: það er gott veður í dag
 dæmi: hann fer út í öllum veðrum með hundinn
 dæmi: þau fengu slæmt veður í ferðinni
  
orðasambönd:
 fá/hafa veður af <komu hans>
 
 frétta að hann sé að koma
 gera veður út af <þessu>
 
 gera of mikið úr þessu
 fljótt skipast veður í lofti
 
 hlutirnir geta breyst skyndilega (til hins verra)
 láta <þetta> í veðri vaka
 
 gefa þetta í skyn
 sækja í sig veðrið
 
 aukast að styrk, eflast
 það er allra veðra von
 
 við getum átt von á ýmiss konar (miður góðu) veðri
 <laufið> fýkur út í veður og vind
 
 ... fýkur út um allt
 <ég> vissi ekki hvaðan á <mig> stóð veðrið
 
 þetta kom mér algjörlega á óvart
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík