|
framburður |
| beyging |
| 1 |
|
| vökvi gerður úr sambandi súrefnis og vetnis (H²O), sem ár og höf eru gerð úr og er stór hluti af líkama lífvera á jörðinni | | dæmi: hún drakk vatn úr glasi |
|
| 2 |
|
| stöðuvatn | | dæmi: það er mikil silungsveiði í vatninu |
|
| 3 |
|
| gamaldags | | fljót, vatnsfall | | dæmi: þeir fóru yfir vötnin á hestum |
|
| orðasambönd: |
| eins og að drekka vatn |
|
| án mikillar fyrirhafnar | | dæmi: hann hleypur maraþon eins og að drekka vatn |
|
| eins og að skvetta vatni á gæs |
|
| hefur ekki hin minnstu áhrif |
|
| fá vatn í munninn |
|
| hlakka til að borða eitthvað gómsætt |
|
| fiska í gruggugu vatni |
|
| viðhafa ekki heiðarleg vinnubrögð |
|
| <kenningin> heldur ekki vatni |
|
| ... stenst ekki, gengur ekki upp |
|
| <hafa aldrei> dýft hendi í kalt vatn |
|
| ... þurft að vinna (erfiðisvinnu) |
|
| <húsið> heldur hvorki vatni né vindi |
|
|
| kasta af sér vatni |
|
|
| mega ekki vatni halda <af hrifningu> |
|
| vera frá sér numinn af hrifningu |
|
| mikið vatn hefur runnið til sjávar <síðan þetta gerðist> |
|
|
| vera eins og fiskur í vatni |
|
| búa við ákjósanlegar aðstæður |
|
| <fréttin> er vatn á myllu <andstæðinganna> |
|
| ... kemur sér vel fyrir þá |
|
| <henni> rennur kalt vatn milli skinns og hörunds |
|
| ... hryllir við, líður mjög ónotalega |
|
| setja <fangann> á vatn og brauð |
|
|
| <andi breytinga> svífur yfir vötnunum |
|
|
| sækja vatn yfir lækinn |
|
| taka á sig óþarfa krók, gera sér óþarfa ómak |
|
| það sér ekki högg á vatni |
|
| það sér engan mun, það virðist ekkert hafa minnkað |
|
| þetta kemur allt með kalda vatninu |
|
|