Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

varpa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 kasta (e-u), þeyta (e-u) frá sér
 dæmi: þeir vörpuðu sprengju á skipið
 dæmi: hún varpaði af sér bakpokanum
 dæmi: hann glímdi við manninn og varpaði honum til jarðar
 dæmi: sólin varpaði geislum sínum á landið
 varpa akkerum
 
 kasta akkerum
 dæmi: skipið varpar ekki akkerum fyrr en í Hamborg
 varpa fram <spurningu>
 
 bera upp spurningu
 dæmi: hún varpaði fram athugasemd á fundinum
 varpa ljósi á <atburðinn>
 
 útskýra atburðinn
 dæmi: steingervingarnir varpa ljósi á uppruna lífsins
 varpa <honum> í fangelsi
  
orðasambönd:
 varpa öndinni
 
 andvarpa
 dæmi: hann varpaði öndinni þunglega
 varpa öndinni léttar
 
 andvarpa af létti eða feginleika
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík