Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vagn no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 ökutæki á hjólum
 dæmi: í skemmtigarðinum var börnunum ekið um í vagni sem hestur dró
 2
 
 strætisvagn
 dæmi: hann hljóp af stað til þess að missa ekki af vagninum
 3
 
 vagn til að aka ungbörnum í, barnavagn
 dæmi: barnið svaf úti í vagni
  
orðasambönd:
 aka heilum vagni heim
 
 komast heim án þess að verða fyrir skakkaföllum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík