Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

úti ao
 
framburður
 1
 
 undir beru lofti, utanhúss (andstætt við inni)
 dæmi: börnin eru úti að leika sér
 2
 
 í útlöndum, erlendis
 dæmi: þau hafa búið úti í mörg ár og flytja trúlega ekki heim aftur
  
orðasambönd:
 <tíminn> er úti
 
 tíminn er búinn
 dæmi: þegar skólinn var úti um vorið fóru krakkarnir í ferðalag til Danmerkur
 verða illa/hart úti
 
 verða fyrir miklum skakkaföllum
 dæmi: mörg fyrirtæki urðu illa úti í kreppunni
 verða úti
 
 deyja á víðavangi af völdum ofkælingar
 dæmi: margir ferðalangar urðu úti í óbyggðum fyrr á öldum
 það er úti um <hann>
 
 hann er glataður
 dæmi: það er úti um hann ef hann getur ekki borgað skuldina
 það er úti um <þessi áform>
 
 það er engin von til að þessar áætlanir verði að veruleika
 dæmi: það er úti um frið í landinu ef þessi harðstjórn heldur áfram
 sbr. inni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík