Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

útburður no kk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: út-burður
 1
 
 það að bera út, t.d. blað
 dæmi: hann notar hjól við útburð blaðsins
 2
 
 lögfræði
 fullnustugerð sýslumanns sem felst í því að skylda gerðarþola til að víkja af fasteign eða til að láta gerðarbeiðanda af hendi umráð hennar að einhverju leyti eða öllu, eða til að fjarlægja tiltekna hluti
 dæmi: útburður leigutaka úr húsnæði
 3
 
 það að leggja ungbarn út á víðavang til þess að það deyi
 dæmi: talið er að ástæður útburðar hafi verið fólksfjöldavandamál
 4
 
 barn sem borið er út
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík