Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

um fs/ao
 
framburður
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 utan um, kringum
 dæmi: hún vafði klút um höfuðið
 2
 
 sem varðar, varðandi
 dæmi: bók um risaeðlur
 dæmi: fyrirlestur um jökla
 dæmi: hann talaði um sögu borgarinnar
 dæmi: hún vill fræðast um tungumálið
 dæmi: strákarnir slógust um boltann
 3
 
 á tilteknu svæði (eins og nánar er afmarkað)
 dæmi: sprengingin heyrðist um alla borgina
 um allt
 
 alls staðar, á öllu svæðinu
 dæmi: hér eru hermenn um allt
 4
 
 um leið, stefnu
 dæmi: leiðin liggur um Þýskaland og Austurríki suður til Ítalíu
 5
 
 með vissum nafnorðum um tiltekið tímaskeið
 dæmi: ég verð heima um jólin/páskana
 dæmi: það er rólegt í miðbænum um helgar
 6
 
 um tilfærslu/breytingu (til aukningar/minnkunar)
 dæmi: vatnsborðið hefur hækkað um 50 sentímetra
 dæmi: ég hef þyngst um nokkur kíló
 7
 
 sem atviksorð
 (um mælanlega stærð/magn o.þ.h.) nærri því
 dæmi: það eru um 50 manns í félaginu
 dæmi: hver poki er um 50 kíló
 8
 
 <hann> um það
 
 (lýsir andstöðu/vandlætingu) <hann> ræður því þá
 dæmi: ég ætla ekkert að kjósa - þú um það, en þá hefurðu heldur engin áhrif
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík