Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tækifæri no hk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: tæki-færi
 1
 
 hentugt færi eða lag (til e-s, til að gera e-ð), möguleiki
 dæmi: hún fékk loksins tækifæri til að nota hæfileika sína
 dæmi: ég bíð eftir tækifæri til að leiðrétta þennan misskilning
 grípa/nota tækifærið
 
 dæmi: hann notaði tækifærið og þvoði sér um hendurnar
 <selja bílinn> við fyrsta tækifæri
 <ræða saman> þegar tækifæri gefst/býðst
 
 dæmi: hann hringir í hana alltaf þegar tækifæri gefst
 <við skulum hittast> við tækifæri
 2
 
 vissar aðstæður
 dæmi: við höfum hist við ýmis tækifæri
 <setja upp hatt> við hátíðleg tækifæri
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík