Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 ár no hk
 
framburður
 beyging
 365 daga tímaskeið
  
orðasambönd:
 vera kominn til vits og ára
 
 vera orðinn fullorðinn
 það er ár og dagur síðan
 
 það er orðið langt síðan
 það er hart í ári
 
 það árar illa
 <hann segist koma aftur> að ári
 
 hann ætlar að koma aftur eftir eitt ár
 <giftast aftur> á efri árum
 
 gifta sig á ný þegar maður er orðinn gamall
 <vandinn eykst> ár frá ári
 
 hann eykst með hverju ári
 <hér er frost í jörðu> árið um kring
 
 hér er frost í jörðu allt árið
 <byggingin> er komin til ára sinna
 
 byggingin er orðin gömul
 <margt var öðruvísi> fyrr á árum
 
 margt var ólíkt áður fyrr
 <tíðarfar er með besta móti> í ár
 
 veðrið hefur verið mjög gott á þessu ári
 <mildast> með árunum
 
 verða mildari eftir því sem árin líða
 <umferðarslysum hefur fækkað> milli ára
 
 þeim hefur fækkað frá einu ári til annars
 <hún fann ráð við þessu> um árið
 
 hún fann ráð við því á sínum tíma
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík