Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 ár no kvk
 
framburður
 beyging
 áhald til að knýja bát með handafli
 [mynd]
  
orðasambönd:
 koma ár sinni fyrir borð
 
 tryggja hagsmuni sína, koma sér í góða aðstöðu
 leggja árar í bát
 
 gefast upp
 leggjast á árina/árarnar með <honum>
 
 aðstoða <hann>
 dæmi: við gerum þetta ekki ein því gott fólk leggst á árarnar með okkur
 róa að því öllum árum að <fá hann lausan>
 
 reyna með öllum ráðum <að fá hann lausan>
 taka (of) djúpt í árinni
 
 fullyrða (of) mikið, vera (of) stórorður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík