Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

troða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 ganga á (e-u), þjappa (e-u) með fótunum
 dæmi: við tróðum snjóinn á útitröppunum
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 koma (e-u) fyrir í þrengslum, pakka (e-u) þröngt
 dæmi: hann treður heyi í poka
 dæmi: hún tróð fötunum í ferðatöskuna
 troða <pokann> út
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 ryðjast áfram í þrengslum
 dæmi: farþegarnir tróðu sér inn í lestina
 4
 
 í körfubolta: setja bolta í körfuna í stað þess að skjóta
 5
 
 troða á <honum>
 
 kúga hann, undiroka hann
 dæmi: það er troðið á almennum mannréttindum í landinu
 troða <hana> undir fótum
 
 kúga hana, undiroka hana
 láta ekki troða á sér
 6
 
 fallstjórn: þolfall
 troða sig út
 
 borða mikið
 dæmi: þau tróðu sig út af mat og drykk
 7
 
 troða upp
 
 koma fram (sem skemmtiatriði)
 dæmi: hljómsveitin treður upp um næstu helgi
 8
 
 troða <honum> um tær
 
 þvælast fyrir honum
 dæmi: menn verða að geta unnið saman án þess að troða hverjir öðrum um tær
 troða illsakir við <hana>
 
 eiga í fjandskap eða illdeilum við hana
 troðast
 troðinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík