Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tína so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 taka (e-ð) upp stykki fyrir stykki
 dæmi: hún tíndi ber af runnunum
 dæmi: ég ætla að tína nokkur blóm
 dæmi: hann tínir blöð upp úr skjalatöskunni
 tína saman <ruslið>
 
 taka það saman (í einn bing)
 dæmi: hún tíndi saman ljósmyndirnar á borðinu
 tína til <heimildir>
 
 safna þeim af ýmsum stöðum
 dæmi: í skýrslunni eru tínd til ýmis smáatriði
 tína upp <glerbrotin>
 
 taka þau upp
 dæmi: þeir tíndu dósir upp af gangstéttinni
 tínast
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Ekki er sama hvort ritað er <i>tína</i> eða <i>týna</i>. Fyrra orðið merkir: <i>safna (tína ber)</i> en hið síðara: <i>glata eða missa (týna einhverju)</i>.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík