Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tími no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það hversu lengi eitthvað varir, mælt með klukku
 fylgjast með tímanum
 gefa sér tíma til að <hugsa málið>
 það er tími til kominn að <lagfæra þakið>
 það er <skammur> tími til stefnu
 það vinnst (ekki) tími til <þess>
 <koma heim> á tilsettum tíma
 <þetta getur breyst> með tímanum
 <ástandið var erfitt> um tíma
 2
 
 klukkutími, 60 mínútur
 <fólkið stóð í biðröð> tímunum saman
 3
 
 afmörkuð stund hjá lækni, tannlækni eða öðrum fagaðila
 dæmi: hann á tíma hjá tannlæki á morgun
 dæmi: hún pantaði tíma í nudd
 dæmi: það eru þrír tímar lausir í næstu viku hjá lækninum
 4
 
 kennslustund
 mæta í tíma
  
orðasambönd:
 drepa tímann
 
 stytta sér stundir
 ekki er ráð nema í tíma sé tekið
 
 það borgar sig að bregðast skjótt við
 hafa tímann fyrir sér
 
 hafa nógan tíma
 muna tímana tvenna
 
 hafa upplifað miklar breytingar
 þetta eru orð í tíma töluð
 
 það var tímabært að segja þetta
 <þetta> verður að bíða betri tíma
 
 það þarf að fresta þessu
 <spáin rætist> í fyllingu tímans
 
 spáin verður einhvern tímann að veruleika
 <panta flugfar> í tíma
 
 panta það tímanlega
 <tala um þetta> í tíma og ótíma
 
 ræða þetta sí og æ
 <þetta tíðkast ekki> nú á tímum
 
 menn gera þetta ekki nú til dags
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík