Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tíð no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 tími
 2
 
 veðurlag á ákveðnu tímabili, tíðarfar
 3
 
 málfræði
 partur af beygingarkerfi sagnorða
  
orðasambönd:
 sú var tíðin að <hattar voru í tísku>
 
 einu sinni fyrir löngu voru hattar í tísku
 vera rólegur í tíðinni
 
 vera rólegur, hæglátur
 þetta er liðin tíð
 
 þetta er ekki lengur svona
 <hér hefur verið kirkja> alla tíð
 
 hér hefur alltaf verið kirkja
 <þetta þótti sjálfsagt> eina tíð
 
 áður fyrr þótti þetta eðlilegt
 <þessar sögur voru sagðar> forðum tíð
 
 sögurnar voru sagðar í gamla daga
 <verðið hækkar> innan tíðar
 
 verðið hækkar bráðum
 <við höfum ekki hist> í háa herrans tíð
 
 við höfum ekki hist mjög lengi
 <skila verkefninu> í tæka tíð
 
 skila verkefninu tímanlega
 <þetta lagast> með tíð og tíma
 
 þetta lagast með tímanum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík