Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tilgangur no kk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: til-gangur
 það sem ætlast er fyrir með e-u
 dæmi: hún fann loksins tilgang í lífi sínu
 dæmi: í hvaða tilgangi kemur hann hingað?
 dæmi: reglurnar er settar í góðum tilgangi
 dæmi: tilgangurinn með bókinni er skemmtun og fræðsla
 dæmi: fundurinn þjónar þeim tilgangi að menn geti rætt saman
  
orðasambönd:
 tilgangurinn helgar meðalið
 
 það er sama hvaða aðferð er notuð ef árangur næst
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík