Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tilefni no hk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: til-efni
 ástæða
 dæmi: þessi jákvæða þróun gefur tilefni til bjartsýni
 <spyrja um þetta> að gefnu tilefni
 <þau hittust> af <sérstöku> tilefni
 <kvæðið var ort> í tilefni af <afmælinu>
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Annað hvort er sagt 'í tilefni einhvers' eða 'í tilefni af einhverju: 'Við komum í tilefni afmælisins.' 'Við komum í tilefni af afmælinu.' Einnig: af einhverju tilefni. 'Af hvaða tilefni eru allir hérna?' 'Efnt var til fagnaðar af alls engu tilefni.' Athuga þó að sagt er 'að gefnu tilefni.'
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík