Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

til fs
 
framburður
 fallstjórn: eignarfall
 1
 
 um hreyfingu/stefnu í átt að e-u marki/stað
 dæmi: sparkaðu boltanum til mín
 dæmi: við förum til Kaupmannahafnar á morgun
 2
 
 um tímalengd að e-m tímapunkti
 dæmi: ég verð í fríi til mánaðamóta
 dæmi: veislan stóð til miðnættis
 3
 
 um markmið, tilgang eða ástæðu
 dæmi: ég kom hingað til að hitta þig
 dæmi: er þetta kál haft til matar?
 dæmi: tækið er tilbúið til notkunar
 dæmi: þetta bréf er til þín
 vera til
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík