Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tengsl no hk ft
 
framburður
 beyging
 það að e-ð tengist öðru, manneskju eða fyrirbæri; samband, tenging, vensl
 dæmi: hún heldur tengslum við ættingja sína erlendis
 dæmi: hann á erfitt með að mynda félagsleg tengsl
 dæmi: hundar lifa í nánum tengslum við manninn
 dæmi: hún vann að rannsókn í tengslum við doktorsnámið
 dæmi: þingmaðurinn hefur persónuleg tengsl við fyrirtækið
 dæmi: það eru sterk tengsl á milli landanna
 sjá einnig tengsli
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík