Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

teikning no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: teikn-ing
 1
 
 það að teikna, teiknun
 dæmi: hún er mjög góð í teikningu
 2
 
 teiknuð mynd
 dæmi: teikningarnar eru eftir þekktan listamann
 3
 
 myndræn lýsing á húsi, innréttingum, garði eða öðru sem sýnir réttar afstöður og hlutföll, uppdráttur
 dæmi: arkitektinn afhenti teikningar af húsinu
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>teikning</i> er <i>teikningar</i> en ekki „teikningu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>teikningarinnar</i> en ekki „teikningunnar“.
_________________________________
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Yfirleitt er talað um <i>teikningu af einhverju</i>. <i>Hún gaf honum teikninguna sem hún gerði af honum.</i> Þegar hins vegar um er að ræða teikningu sem nota á til að byggja eða búa eitthvað til eftir, t.d. hús, er sagt <i>teikning að einhverju</i> (sbr. <i>uppskrift að einhverju</i>). <i>Hann lauk við teikninguna að listasafninu undir morgun.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík