Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

tefla so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 leika (mann)tafl
 dæmi: þau tefldu fjórar skákir
 dæmi: ég kann ekkert að tefla
 2
 
 tefla á tvær hættur
 
 taka töluverða áhættu
 dæmi: ég ætlaði ekki að tefla á tvær hættur og keypti farangurstryggingu
 tefla á tæpasta vað
 
 taka mikla áhættu
 dæmi: fyrirtækið hefur teflt á tæpasta vað í skuldsetningum
 tefla <þessu> í tvísýnu
 
 taka mikla áhættu (með þetta)
 dæmi: ef læknar fara í verkfall er öryggi sjúklinga teflt í tvísýnu
 það er um <líf eða dauða> að tefla
 
 áhættan varðar líf eða dauða
 dæmi: það er um gríðarlega háar upphæðir að tefla
 dæmi: um heiður ættarinnar var að tefla
 3
 
 tefla <þessu> fram
 
 koma með þetta, kynna þetta til sögunnar
 dæmi: fótboltaliðið teflir fram nýjum leikmanni á morgun
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík