Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

taumur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sá hluti beislis sem haldið er í
 dæmi: hún hélt í tauminn á hestinum
 2
 
 lína, snæri, taug
 dæmi: bóndinn var með kúna í taumi
 3
 
 e-ð langt og mjótt, rák
 dæmi: svitinn rann í taumum niður enni hans
  
orðasambönd:
 draga taum <hans>
 
 fylgja honum að málum
 dæmi: blaðið dregur taum stjórnarandstöðunnar
 gefa <honum> lausan tauminn
 
 gefa honum frjálsar hendur, frelsi til athafna
 dæmi: við skulum gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn
 grípa/taka í taumana
 
 blanda sér í málið (til að hamla e-u)
 dæmi: yfirvöld þurfa að grípa í taumana og banna þetta
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík