Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sök no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að vera sekur, afbrot, misgerð, sekt
 eiga sök á <þessu>
 gefa <honum> upp sakir
 gera upp sakirnar við <hana>
 hafa <hana> fyrir rangri sök
 hafa það til saka unnið að <segja sannleikann>
 taka á sig sökina
 vera sýkn saka
 2
 
 kæra, ákæra
 bera af sér sakir
 bera sakir á <hana>
 gefa <honum> að sök að <hafa kveikt í húsinu>
 vera/verða sannur að sök
 3
 
 orsök, ástæða
 <verða að hætta keppni> af <þessum> sökum
 <refsa honum> fyrir þá sök
  
orðasambönd:
 <hann er ekki við> eins og sakir standa
 
 hann er ekki við í augnablikinu, ekki við sem stendur
 fara <hægt, varlega> í sakirnar
 
 fara að öllu með gát
 vera undir sömu sök(ina) seldur
 
 vera sama marki brenndur, sem svipað er ástatt um
 vera viss í sinni sök
 
 vera alveg viss, sannfærður um eitthvað
 það er ekki að sökum að spyrja
 
 það á ekki að koma á óvart
 <þetta> er sök sér
 
 þetta er nú ekki svo alvarlegt
 <þetta> kemur ekki að sök
 
 það gerir ekkert til
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík