Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sæta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 verða fyrir (e-u)
 dæmi: þeir þurftu að sæta illri meðferð í fangelsinu
 dæmi: biskupinn hefur sætt mikilli gagnrýni
 dæmi: hún var látin sæta ábyrgð á hegðun sinni
 2
 
 sæta færi(s) að <tala við hana>
 
 fallstjórn: þágufall/eignarfall
 grípa tækifærið að ...
 sæta lagi að <komast út>
 
 grípa tækifærið að ...
 3
 
 hverju sætir <þetta>?
 
 hvernig stendur á þessu?
 dæmi: hverju sætir þessi óvænta heimsókn?
 <þetta> sætir furðu
 
 þetta er furðulegt
 dæmi: það sætir furðu hvað listaverkið er vel gert
 <þetta> sætir tíðindum
 
 þetta eru fréttir, fréttnæmt
 dæmi: það sætti tíðindum ef einhver kom í heimsókn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík