Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sæng no kvk
 
framburður
 beyging
 ver með fyllingu úr fiðri, dúni eða gervitrefjum til að hafa ofan á sér í rúmi
 [mynd]
  
orðasambönd:
 ganga í eina sæng með <honum>
 
 giftast honum
 liggja á sæng
 
 liggja í rúminu eftir fæðingu
 sjá sína sæng uppreidda/útbreidda
 
 sjá að horfurnar eru óhagstæðar, að í óefni er komið
 þjóna <honum> til borðs og sængur
 
 annast hann á allan hátt
 <þau> ganga í eina sæng
 
 þau giftast
 <þau> eru skilin að borði og sæng
 
 þau búa ekki lengur saman, eru skilin til reynslu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík