Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sækja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 fara og ná í (e-ð)
 dæmi: ég ætla að sækja farangurinn
 dæmi: hann sótti blaðið í forstofuna
 dæmi: ég lofaði að sækja hana í skólann
 sækja sér <kaffibolla>
 2
 
 koma eða fara til einhvers staðar, fara á eða í (e-ð)
 dæmi: margir sóttu útifundinn í gær
 dæmi: hún sækir kirkju reglulega
 dæmi: hann sækir píanótíma tvisvar í viku
 sækja sjóinn
 
 fara reglulega á sjóinn (til fiskveiða)
 sækja vinnu
 
 dæmi: hún sækir vinnu í miðborgina
 3
 
 fara með sakamál eða ákæru (á hendur e-m)
 dæmi: saksóknari sækir málið fyrir hönd ríkisins
 4
 
 (í boltaleik) ryðjast fram til árásar að marki andstæðingsins
 5
 
 sækja + að
 
 sækja að <þeim>
 
 nálgast þá, gera árás á þá
 dæmi: fjandmennirnir sóttu að þeim úr öllum áttum
 dæmi: erfiðar minningar sóttu að henni
 6
 
 sækja + á
 
 <hugsunin> sækir á <mig>
 
 hugsunin er ágeng
 dæmi: þungar áhyggjur sóttu á hann
 7
 
 sækja + fram
 
 sækja fram
 
 (um her) færast fram, ryðjast fram
 dæmi: herinn sækir stöðugt fram
 þegar fram í sækir
 
 þegar tímanum vindur fram, þegar lengra líður, með tímanum
 dæmi: þegar fram í sækir ætlum við að efla skógræktina
 dæmi: reksturinn varð arðbær þegar fram í sótti
 8
 
 sækja + heim
 
 sækja <borgina> heim
 
 heimsækja borgina, ferðast til borgarinnar
 dæmi: við sóttum heim mörg falleg þorp
 9
 
 sækja + í
 
 sækja í <kökurnar>
 
 dragast að (e-u), leita í (e-ð)
 dæmi: hann sækir mjög í félagsskap hennar
 10
 
 sækja + um
 
 skila inn umsókn (um e-ð)
 dæmi: hún sótti um starf hjá fyrirtækinu
 dæmi: hann er búinn að sækja um í háskólanum
  
orðasambönd:
 sækja í sig veðrið
 
 færast í aukana, magnast
 dæmi: stjórnarandstaðan er að sækja í sig veðrið
 sækjast
 sóttur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík