Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sýn no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 hæfileiki til að sjá
 <henni> förlast sýn
 
 hæfileiki hennar til að sjá hefur brugðist
 <þetta> villir <henni> sýn
 
 það kemur í veg fyrir að hún sjái/skynji skýrt
 2
 
 það sem sést
 vera fríður sýnum
 
 vera fallegur í útliti
 <húsið> byrgir <okkur> sýn
 
 við höfum ekki nógu gott útsýni því að húsið er fyrir
 <undarleg> sýn blasti við <mér>
 
 það sem ég sá var skrýtið
 3
 
 skilningur
 fá <nýja> sýn á <þjóðfélagið>
 
 öðlast nýjan skilning á þjóðfélaginu
 4
 
 ofsjónir
 sjá sýnir
 
 sjá það sem aðrir sjá ekki og er ekki raunverulegt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík