Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

svara so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 veita svar við t.d. spurningu, bréfi eða umsókn
 svara <spurningunni>
 
 dæmi: ertu búinn að svara póstinum frá henni?
 dæmi: já, ég svaraði í gær
 svara <henni> <þessu>
 
 fallstjórn: þágufall + þágufall
 dæmi: hann svaraði mér engu þegar ég spurði um þetta
 svara játandi/neitandi
 
 dæmi: hann svaraði spurningunni játandi
 dæmi: hún svaraði neitandi
 svara í símann
 svara + fyrir
 
 svara fyrir sig
 
 taka fast á móti í orðum, verja sig með orðum
 dæmi: flestir stjórnmálamenn kunna að svara fyrir sig
 svara + til
 
 a
 
 svara því til að <verðið sé óbreytt>
 
 gefa það svar að verðið sé óbreytt
 dæmi: ég spurði um fríið og hann svaraði því til að hann væri á leiðinni til Spánar
 b
 
 <birtan af lampanum> svarar til <daufs sólarljóss>
 
 birtan af lampanum er álíka og ..., þetta samsvarar þessu
 c
 
 svara til saka
 
 gangast við ábyrgð sinni
  
orðasambönd:
 svara í sömu mynt
 
 gjalda líku líkt
 dæmi: ég rispaði bílinn hans og hann svaraði í sömu mynt
 <þetta> svarar ekki kostnaði
 
 það borgar sig ekki
 dæmi: það svarar ekki kostnaði að láta gera við hjólið
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík