Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sumt fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 form: hvorugkyn
 1
 
 sérstætt
 ótilgreindur hluti af fyrirbærum, áþreifanlegum eða óáþreifanlegum, almennt
 dæmi: sumt verður aldrei skýrt að fullu
 dæmi: þau skildu sumt sæmilega en annað alls ekki
 dæmi: sumu er ekki hægt að breyta
 2
 
 ótilgreindur hluti af ákveðinni heild
 dæmi: sumt af því sem var sagt á fundinum var mjög áhugavert
 dæmi: sumu af því sem við upplifðum í ferðinni munum við seint gleyma
 3
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) án greinis
 ótilgreindur hluti af heild af tiltekinni gerð (einkum með safnheitum)
 dæmi: sumt berg er mjög gljúpt
 dæmi: sumu fólki er ekki treystandi
 að sumu leyti
 
 að hluta til, hvaða suma hluti varðar
 dæmi: hún var fullorðinsleg þótt hún hagaði sér að sumu leyti eins og barn
 allt og sumt
 
 það eina
 dæmi: allt og sumt sem til þarf er vatn og hveiti
 um sumt
 
 að sumu leyti
 dæmi: sýningin minnir um sumt á aðra sýningu á sama verki sem ég sá í útlöndum
 sumir
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík