Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 styrkur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að vera sterkur, kraftur, styrkleiki
 dæmi: hann hefur nægan líkamlegan styrk fyrir þessa vinnu
 dæmi: hún hefur verið garðyrkjufélaginu mikill styrkur
 dæmi: hann spilaði vinsæl lög á fullum styrk
 2
 
 sérstakt fjárframlag, stuðningur í formi peninga, fjárstyrkur
 dæmi: hann hlaut styrk til að ljúka doktorsprófi
 dæmi: tveir umsækjendur fengu háan styrk
 3
 
 efnafræði
 magn af efni í vökva, lausn eða lofti
 dæmi: styrkur þessara lofttegunda er mestur í næsta nágrenni við eldstöðina
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík