Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stund no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 tími, tímabil, tímapunktur
 2
 
 klukkustund, 60 mínútur, 60 x 60 sekúndur
  
orðasambönd:
 leggja stund á <skáldskap>
 
 fást við ...
 lifa fyrir líðandi stund
 
 lifa í núinu
 stytta sér stundir við <tölvuleiki>
 
 drepa tímann með þeim
 stytta <honum> stundir
 
 skemmta honum
 <leysa málið> á elleftu stundu
 
 ... á síðustu stundu
 á samri stundu
 
 á því augnabliki
 dæmi: á samri stundu gleymdi hann öllum áhyggjum
 <staðan breyttist> á skammri stundu
 
 ... mjög snöggt
 <við þörfnumst hjálpar> á stundinni
 
 ... núna strax
 <staldra við> um stund
 
 stoppa stuttan tíma
 <þetta kemur í ljós> þegar fram líða stundir
 
 þetta mun tíminn leiða í ljós
 þessa stundina
 
 einmitt núna
 dæmi: hann er í prófum þessa stundina
 <sitja við tölvuna> öllum stundum
 
 ... stöðugt, sí og æ
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík