Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

strik no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 mjó, dregin lína, stutt eða löng
 dæmi: hann teiknaði strik á blaðið
 2
 
 bandstrik, skiptistrik
  
orðasambönd:
 fara yfir strikið
 
 ganga of langt
 halda sínu striki
 
 halda sinni stefnu eða sannfæringu óháð öðrum
 ná sér á strik
 
 komast í rétt form eða horf, t.d. ná fullkomnum afköstum, hraða eða bata eftir veikindi
 taka strikið
 
 leggja af stað beina leið á einhvern stað
 <þjóta fram hjá> eins og blátt strik
 
 þjóta mjög hratt framhjá
 <verkfallið> setur/gerir strik í reikninginn
 
 verkfallið breytir miklu, hefur truflandi áhrif
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík