Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stíga so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 setja niður fótinn
 dæmi: hann stígur tvö skref áfram
 dæmi: ég steig á dagblaðið á gólfinu
 dæmi: hún steig bensínið í botn
 geta ekki stigið í fótinn
 
 þ.e. vegna sársauka eða helti
 stíga af baki/hestinum
 
 dæmi: hestamennirnir stigu af baki
 stíga af skipinu/skipsfjöl
 stíga dans
 
 dansa
 stíga orgelið
 
 spila á fótstigið á orgelinu
 stíga fyrsta skrefið
 
 sýna frumkvæði
 2
 
 stíga upp úr <flensunni>
 
 fara á fætur eftir flensuna
 3
 
 hækka, rísa
 dæmi: hitinn hefur stigið um 5 gráður
 stígandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík